135. löggjafarþing — 64. fundur,  12. feb. 2008.

skipulagslög.

374. mál
[17:47]
Hlusta

umhverfisráðherra (Þórunn Sveinbjarnardóttir) (Sf):

Frú forseti. Já, það er rétt að árétta það að vissulega er þetta mjög langt og mikið umfjöllunarferli. Ég var að bregðast við orðum hv. þm. Kristjáns Þórs Júlíussonar um að landsskipulagsáætlun færi ekki í kynningarferli líkt og aðrar skipulagsáætlanir. Það var auðvitað alveg rétt ábending, en ástæðan er sú að hún á að takast hér inn sem þingmál og auðvitað með viðeigandi umsagnar- og umfjöllunarferli.