135. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2008.

fyrirspurn til samgönguráðherra.

[14:40]
Hlusta

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég held ég lesi það alveg rétt að þó að ég hafi byrjað að svara fimmtu fyrirspurninni, sem var ákaflega gaman og allt í lagi með það, og svo þriðju fyrirspurninni næst þá er samkvæmt stærðfræðikunnáttu minni ein eftir, fjórða fyrirspurnin, Lenging Akureyrarflugvallar, til samgönguráðherra frá hv. þm. Birki J. Jónssyni og mig langar að spyrja: Á ég ekki að svara þeirri fyrirspurn? Er ekki verið að gleyma einhverju? Alla vega er hún á dagskránni og ég sé að hv. þingmaður er ekki í salnum. Er hv. þingmaður kannski með fjarvist eða hvað er að? Af hverju á ég ekki að svara þessari fyrirspurn? Af hverju er fyrirspurnin ekki lögð fram?