135. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[16:49]
Hlusta

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson ætti að tala varlega um ágreining í einstökum þingflokkum. Ég hef nú setið hér og fylgst með t.d. umfjöllun um frumvörp sem fjalla um aðstoðarmenn þingmanna og gat ekki betur séð en þingmenn Frjálslynda flokksins í því máli tali út og suður.

Það vekur furðu mína að hv. þm. Jón Magnússon er ekki hér til þátttöku í þessari umræðu. Það er eitthvað sem segir mér að hann sé sammála þeim viðhorfum sem ég rakti hér í þessari ræðu þrátt fyrir að samflokksmaður hans, Kristinn H. Gunnarsson, sé það ekki.