135. löggjafarþing — 74. fundur,  4. mars 2008.

skipulags- og byggingarlög.

434. mál
[16:43]
Hlusta

Flm. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vona að þær undirtektir sem ég þó fékk við máli mínu í þingsal í dag séu undanfari jákvæðra undirtekta í áframhaldandi þinglegri meðferð frumvarpsins. Það veldur mér hins vegar vonbrigðum að hæstv. umhverfisráðherra sé ekki stödd hér og taki ekki þátt í umræðunni eða nokkur staðgengill hennar og það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir sveitarstjórnir landsins hve þingmenn svo og ráðherrar sýna því í rauninni lítinn áhuga.