135. löggjafarþing — 76. fundur,  6. mars 2008.

orkuframleiðsla.

[10:55]
Hlusta

umhverfisráðherra (Þórunn Sveinbjarnardóttir) (Sf):

Ein leið, hæstv. forseti, til þess að berjast gegn loftslagsvandanum er að hætta að aka um á bílum. Við gætum gert það öll á Íslandi, lagt einkabílnum og krafist þess að allar aðrar þjóðir gerðu það líka. Það mundi svo sannarlega draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um allan heim. Við gætum líka, hæstv. forseti, til þess að reyna að hjálpa Kínverjum að minnka vöxtinn í útblæstri þar í landi boðið eins og 10 milljón Kínverjum að setjast að á Íslandi. Það mundi líka hjálpa til við að draga úr losun í heiminum.

Við verðum, hæstv. forseti, að reyna að ræða þessi mál innan skynsamlegra marka og bjóða ekki upp á þá umræðu hér á hinu háa Alþingi að það sé hlutverk Íslands að virkja Gullfoss, (Forseti hringir.) að virkja Dettifoss, og þar með hvað? Að framleiða meira ál fyrir heiminn? (Gripið fram í.)

(Forseti (StB): Forseti biður um hljóð í salnum.)