135. löggjafarþing — 76. fundur,  6. mars 2008.

norræna ráðherranefndin 2007.

452. mál
[11:19]
Hlusta

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. þm. Kolbrúnu Halldórsdóttur að ég verð ekki til mikilla andsvara um einstök atriði úr þessari skýrslu sem ég flutti fyrir hönd hæstv. samstarfsráðherra Össurar Skarphéðinssonar og þau atriði sem hér eru. Hins vegar tek ég auðvitað eftir því að þau sem sinna norrænu samstarfi af miklum myndarskap fyrir Alþingi og sitja í Norðurlandaráði munu eiga frekari viðræður um það. Mitt verkefni verður þá að flytja hæstv. ráðherra þau atriði sem hv. þingmaður talaði um sem eru fjárveitingarnar til þessa. Ég tók líka eftir því þegar ég var að æfa mig á skýrslunni að það er vandi þarna og vonandi finnst farsæl lausn í því mikilvæga verkefni sem þarna er verið að marka vegna þess að verkefnið er sannarlega mikilvægt.