135. löggjafarþing — 76. fundur,  6. mars 2008.

norræna ráðherranefndin 2007.

452. mál
[11:27]
Hlusta

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og kemur fram er niðurskurður til mennta- og menningarmála 5%. Það kemur líka fram að starfsemi Norræna hússins er ekki i neinni hættu hvað þetta varðar. Það kemur líka fram frá góðum aðila í þingsalnum, hv. þm. Sigurði Kára Kristjánssyni, formanni menntamálanefndar, að Norræna húsið hefur verið að fá mjög háa styrki. (SKK: Norræna félagið.) Norræna félagið, vegna vegna þess niðurskurðar sem hér hefur verið boðaður.