135. löggjafarþing — 78. fundur,  12. mars 2008.

embætti umboðsmanns aldraðra.

396. mál
[14:31]
Hlusta

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Mig langar að bæta inn í þessa umræðu. Að mínu mati eiga öll sömu rökin og hv. þm Birkir Jón Jónsson nefndi fyrir stofnun embættis umboðsmanns aldraðra, líka við um öryrkja. Ég tek undir það með hæstv. ráðherra að nauðsynlegt sé að taka heildstætt á þessum málum. Þess vegna held ég að það sé nauðsynlegt að stofna embætti umboðsmanns aldraðra en þá eigum við að taka víðar á þessum málaflokki og hafa alla lífeyrisþega þar inni. Við þurfum að bæta öryrkjum þar við því að þeir þurfa ekki síður á umboðsmanni að halda.