135. löggjafarþing — 84. fundur,  3. apr. 2008.

heilbrigðisþjónusta á Hornafirði.

[10:42]
Hlusta

Lúðvík Bergvinsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir svörin sem ég skildi á þann veg að hugur hans standi til þess að efla samskipti ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði og jafnvel auka þessi verkefni frekar en hitt ef svo ber undir og auka þá sveigjanleika í þessum samskiptum þannig að jafnvel sé hægt að færa frekari verkefni yfir.

Ég skildi líka hæstv. ráðherra þannig að hugur hans standi til þess að reyna að ljúka þessu sem fyrst því að vissulega er óþægilegt fyrir alla aðila að hafa óvissuna hangandi yfir sér, sérstaklega þar sem aðilar hafa um nokkurt skeið reynt að ná saman. Ég fagna því svörum hæstv. heilbrigðisráðherra og ber þá von í brjósti að samningsgerð muni þá ljúka fljótlega.