135. löggjafarþing — 95. fundur,  28. apr. 2008.

uppsagnir á Landspítalanum.

[15:14]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Ég hef grun um að þessi deila snúist um annað og meira en eingöngu peningagreiðslur, að þarna komi hvíldartímatilskipanir og annað þess háttar til skjalanna. En ég vil endurtaka það sem ég sagði áðan að ég hef góðar vonir um að áður en þessi dagur er að kvöldi kominn verði komin viðunandi niðurstaða í þetta mál.