135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[12:50]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það er alveg rétt. Það er mikilvægt að koma málum til nefnda þannig að þau geti fengið þar umfjöllun og verið send út til umsagnar en það er ákveðið ferli sem gildir um það mál.

Núna kl. 13.00 hefur verið boðað til fundar í félagsmálanefnd Alþingis. Hvað er á dagskrá þar? Að vísa málum til umsagnar út í þjóðfélagið. Þar er gert ráð fyrir að meiri hluti verði á staðnum þannig að þetta fari fram á lýðræðislegan hátt, opinn hátt. Þetta er vinnuferlið. Það er þetta ferli sem verið er að brjóta. Til hvers? Til að greiða fyrir þingstörfum. Er það líka til að greiða fyrir þingstörfum að þetta mál kemur svona seint fram? (Forseti hringir.) Væri það ekki til að greiða óendanlega fyrir þingstörfum ef hæstv. ráðherra og formaður hv. heilbrigðisnefndar réðu þessum málum bara alveg sjálf (SF: Og kláruðu bara málið?) og kláruðu málið?

Hæstv. forseti. Ég ítreka beiðni um að það verði efnt til fundar með formönnum þingflokka þar sem við förum yfir þetta mál. (Forseti hringir.) Ef það verður ekki gert tökum við þessa umræðu aftur upp að lokinni utandagskrárumræðu kl. 13.30.