135. löggjafarþing — 104. fundur,  21. maí 2008.

afstaða Samfylkingarinnar til hvalveiða.

[13:41]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Á bak við þessa ákvörðun liggur auðvitað sú stefna að nýta þessar sjávarauðlindir með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Utanríkisráðherra hefur sagt að hún muni útskýra þetta sjónarmið á alþjóðavettvangi út frá þessum sjónarmiðum. (Gripið fram í: Hvernig á hún að fara að því?) En auðvitað er fyrirliggjandi að það eru skiptar skoðanir um þetta. (Gripið fram í: Það verður hlegið að henni.) Hvað sagði hv. þingmaður? (GÁ: Það verður hlegið að þeim.) Það verður ekki hlegið eins mikið að henni og var hlegið að hv. þm. Guðna Ágústssyni á skemmtunum um landið. (Gripið fram í.) En málið er auðvitað … ég er byrjaður að hlæja strax. [Hlátrasköll í þingsal.]

Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon hefur náttúrlega góða reynslu af því að sitja í ríkisstjórn þar sem ekki voru tveir ósamstæðir flokkar heldur þrír og ég geri ekki mikið úr því þó að í einu máli sem þessu komi upp ágreiningur á milli flokkanna. Það er ekkert óeðlilegt.