135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:08]
Hlusta

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er misskilningur hjá hæstv. forseta að hægt sé að bera upp tillögu í upphafi fundar um að klára langa dagskrá og það hafi einhverja merkingu að ræða slíkt að morgni dags. Það er óefnisleg tillaga. Hún felur ekki í sér neitt sem í rauninni er hægt að ákveða inn í framtíðina. Það sést best af því að ef umræður yrðu svo langar um þau mál sem fyrir liggja að þær færu inn í nóttina og jafnvel fram á næsta dag dytti væntanlega ekki nokkrum heilvita manni í hug að halda slíkan þingfund. Þess vegna hafna ég því ósköp einfaldlega að það hafi haft nokkurt gildi sem forseti sagði um þetta annað en það að með velvilja má skilja það sem ásetning, áform sem hljóta hins vegar að víkja fyrir veruleikanum sem er sá að ekki er boðlegt að ætla að fara að taka stórt og umdeilt mál á dagskrá þegar komið er langt inn í nóttina og boðaðir eru nefndarfundir strax í fyrramálið. Það er ekkert verklag, það brýtur algerlega gegn hugsuninni á bak við betra skipulag á þingfundum og vinnulagi sem lofað var með nýju þingsköpunum.

Ég bið virðulegan forseta að gera tvennt, að svara spurningum sem þingmenn eiga kröfu (Forseti hringir.) og heimtingu á að fá svör við og hugsa sinn gang (Forseti hringir.) hvort sá forseti ætlar að verða til þess að halda hér fyrsta næturfundinn í óþökk þingmanna.