135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[16:53]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér kemur til atkvæða frumvarp til laga um grunnskóla. Það sama er uppi á teningnum hér og með það mál sem við vorum að ljúka afgreiðslu á. Fjöldi rökstuddra og málefnalegra tillagna frá ýmsum aðilum kom til menntamálanefndar. Eins og ég hef áður sagt sinnti hún verki sínu af alúð en náði þó ekki að taka afstöðu til margra mikilvægra mála sem horfa til betri vegar hvað varðar nýjan grunnskóla. Ég vil þar nefna hugmyndir um hlutverk náms- og starfsráðgjafa í skólakerfinu og reyndar hlutverk ýmissa annarra sérfræðinga. Ég vil nefna aðgengi fatlaðra að skólunum og hugmyndir um breytta og bætta stöðu þeirra í skólakerfinu. Ég vil sérstaklega nefna heyrnarlausa nemendur og ég nefni stöðu listnáms í skólakerfinu og ég gæti talið áfram.

Hæstv. forseti. Ég hélt að maður hefði tvær mínútur í ræðunum um atkvæðagreiðsluna en það er búið að stytta þær með þessum nýju þingsköpum þannig að ég læt staðar numið af tillitssemi við þingið.