135. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2008.

viðbrögð ríkisstjórnarinnar við áliti mannréttindanefndar SÞ.

[20:04]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég vil beina þeirri spurningu til hæstv. forseta, sérstaklega vegna þess að hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra situr hér í salnum, hvort forseta sé kunnugt um að borin verði fram einhver yfirlýsing, ályktun eða kynning til okkar þingmanna um það hvernig eigi að afgreiða málefni er varða mannréttindaálit Sameinuðu þjóðanna.

Mun það koma á dagskrá þingsins? Verður gefin yfirlýsing eða sú vinna kynnt sem væntanlega hefur verið unnin? Með hvaða hætti verður það mál tekið til afgreiðslu? Eða eigum við að vænta þess að það komi alls ekki hér til afgreiðslu? Það er ekki á nýrri dagskrá þingsins. Ég vil ganga eftir því við hæstv. forseta hvort hann geti upplýst okkur þingmenn um í hvaða farveg það mál fer. (Gripið fram í.)