135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[14:53]
Hlusta

Frsm. meiri hluta heilbrn. (Ásta Möller) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég legg áherslu á það sem fram kom í ræðu minni hér áðan að hv. heilbrigðisnefnd var gefið fullt svigrúm til að kalla á alla þá aðila (Gripið fram í.) — engin ástæða var til að halda fundi í sumar þar sem við höfðum nægt svigrúm að haustinu. Sumarleyfi þingmanna, frá miðjum júlí og út ágúst, var virt. Það var mitt mat að ekki þyrfti að funda, enda var það mat þingmanna sjálfra í heilbrigðisnefnd. Þegar þeim var gefið fullt svigrúm til að bera fram óskir um fleiri fundi, fleiri gesti í síðustu viku var það ekki þegið.

Varðandi athugasemdir frá umsagnaraðilum höfðu fjölmargar umsagnir borist síðasta vor og tekið var tillit til þeirra og ákveðnar breytingar gerðar á frumvarpinu í þá veru. (Gripið fram í.) Við getum farið yfir það, ég og hv. þingmaður, ef hann er búinn að gleyma þeirri vinnu sem fór fram í vor. (Forseti hringir.) Það er engin ástæða til annars en að ítreka að frumvarpið er vel unnið frá hendi heilbrigðisnefndar.