135. löggjafarþing — 121. fundur,  10. sept. 2008.

námslán námsmanna erlendis.

658. mál
[14:58]
Hlusta

Magnús Stefánsson (F):

Hæstv. forseti. Örstutt innlegg um leið og ég þakka þessa fyrirspurn. Hér er mikilvægu máli hreyft. Ég vil líka taka undir með hæstv. ráðherra um það sem hún sagði varðandi Lánasjóð ísl. námsmanna, tek undir það allt saman. En þetta er auðvitað mjög mikilvægt mál og ég veit að námsmenn sem eru erlendis hafa áhyggjur af þróun mála, eins og aðrir að vísu nú þegar gengi krónunnar hefur þróast eins og það hefur verið.

Ég vildi bara koma upp og hvetja hæstv. ráðherra — sem ég er út af fyrir sig ekki viss um að þurfi en ég geri það samt — að beita sér eins og hún helst getur til að gæta hagsmuna þeirra fjölmörgu námsmanna sem eru við nám erlendis og eru að sækja mjög mikilvæga þekkingu fyrir þjóðina á þeim vettvangi.