136. löggjafarþing — 1. fundur,  1. okt. 2008.

stefnuræða forsætisráðherra.

[16:08]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Stefnuræða forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, samanber 73. gr. þingskapa, verður flutt annað kvöld og hefst umræðan kl. 7.50 síðdegis, tíu mínútum fyrir átta. Samkomulag er um fyrirkomulag umræðunnar. Umferðir verði þrjár, tólf mínútur, sex mínútur og fimm mínútur en forsætisráðherra hefur 20 mínútur til framsögu. Umræðunni lýkur rétt fyrir klukkan tíu.