136. löggjafarþing — 3. fundur,  3. okt. 2008.

efnahagsmál og umræða um fjárlög 2009.

[10:40]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf):

Virðulegi forseti. Vegna þeirrar kröfu sem gerð er um að fresta umræðu er fjárlagafrumvarpið alltaf ákveðinn spádómur um það sem koma skal og síðan eru fjárlögin lagfærð í samræmi við veruleikann seinna á árinu. En hv. þingmenn, þið getið rétt ímyndað ykkur hvaða óvissu það mundi skapa ef Alþingi Íslendinga mundi ekki fylgja ákvæði stjórnarskrár og taka málið á dagskrá sem fyrsta mál á þinginu. Þá værum við fyrst að skapa óvissu þannig að ég tek undir með forseta þingsins og þeim sem segja: Við þurfum að hefja þessa umræðu og ljúka henni. Hún er liður í því að skapa þann stöðugleika sem eftir er kallað.