136. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2008.

Íbúðalánasjóður.

108. mál
[14:27]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Í haust voru boðaðar breytingar á Íbúðalánasjóði. Frumvarp þess efnis hefur ekki verið lagt fram en okkur var greint frá því að til stæði að aðgreina hinn félagslega þátt og hinn almenna þátt. Hvort það yrði gert í hlutafélagi eður ei, eins og mér skildist reyndar að til stæði að gera, stendur hitt eftir að menn ættu að markaðsvæða almenna hlutann eða láta hann starfa á sama grundvelli og fjármálastofnanir gera almennt. Þetta er tillaga um markaðsvæðingu húsnæðiskerfisins. Engu að síður ætla stjórnvöld að áskilja sér rétt til að sinna tilteknum félagslegum úrræðum. Það tel ég afar varhugavert og ég vek athygli á því þegar ráðherra og ríkisstjórn tala um kröfu frá ESA — engin slík krafa eða álit hafa borist, hvað þá bráðabirgðaálit. Að sjálfsögðu eiga stjórnvöld nú — og áttu náttúrlega alltaf að gera það — að hafa þá döngun (Forseti hringir.) í sér að draga það til baka. Fjármálaráðherra kom upp áðan og las upp úr endalausum reglugerðum um að slíkt væri ekki hægt. (Forseti hringir.) Hvers vegna í ósköpunum er ekki látið á það reyna og ríkisstjórnin hverfi þá frá öllum áformum (Forseti hringir.) um markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins?