136. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2008.

tilkynning um dagskrá.

[10:34]
Horfa

Forseti (Kjartan Ólafsson):

Um kl. fjögur í dag fer fram utandagskrárumræða um hlutverk og horfur sveitarfélaga í efnahagskreppu. Málshefjandi er hv. þm. Árni Þór Sigurðsson. Hæstv. samgönguráðherra, Kristján L. Möller, verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.