136. löggjafarþing — 32. fundur,  20. nóv. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

161. mál
[15:11]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er vissulega mikilvægt í þessu sambandi öllu að hafa glugga og möguleika til að endurskoða þetta samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þær skuldbindingar sem við erum að gangast undir.

Athugasemdir mínar voru á mjög svipuðu róli og hv. þm. Álfheiðar Ingadóttur en ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann hafi upplýsingar um það hvort það hafi aldrei verið sá tímapunktur að til greina hafi komið eða verið vilji til þess hjá íslenskum stjórnvöldum að segja sig frá lánsumsókninni þegar í ljós kom hversu miklu ofbeldi Evrópusambandið, í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, beitti okkur og með það í huga hversu dýrmætur tími fór í að ná því samkomulagi sem hér liggur fyrir. Kom það aldrei til greina að fara í kröftuga leit eða að leita til þeirra þjóða sem þá höfðu opnað glugga til okkar og látið í veðri vaka eða gefið í skyn að þær væru tilbúnar til þess að veita okkur lán, t.d. Kínverjar, Pólverjar og Rússar, og láta þá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn bara flakka, svo maður tali bara hreint út, en þiggja eftir sem áður leiðbeiningar og ráðgjafarstuðning án þess að vera jafnskuldbundinn og við erum með því að taka lánið? Kom það aldrei til greina?