136. löggjafarþing — 33. fundur,  21. nóv. 2008.

Landsbókasafn Íslands -- Háskólabókasafn.

139. mál
[13:45]
Horfa

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ítreka að einmitt út frá stjórnsýslulegu tilliti skiptir máli að heimildarákvæði sé skýrt í lögum ef kemur til t.d. ófyrirséðra útláta af hálfu stofnunarinnar eða stofnunin stendur frammi fyrir slíku. Stofnunin hafi þá ákveðna heimild til þess að setja á ákveðin gjöld. Með þessu er ekki verið að segja að það verði almennt tekið upp. Ég hvet hv. menntamálanefnd einfaldlega til þess að fara mjög gaumgæfilega yfir þetta ákvæði. Ég held að það skipti mjög miklu máli. Það er óþarfi að sá fræjum tortryggni í þessa veru. Þetta eru bara nútímastjórnsýsluhættir sem menn setja hér fram og það er ósköp eðlilegt að þetta heimildarákvæði verði til staðar fyrir stjórn og stjórnendur stofnunarinnar, þannig að það sé skýrt. Hv. menntamálanefnd mun náttúrlega fara yfir þetta gaumgæfilega.