136. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2008.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

173. mál
[18:43]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Okkur er öllum ljóst að sú ríkisstjórn sem nú situr er rúin trausti. Það bíða mikil verkefni fram undan bæði uppgjör við liðna tíð og líka uppbygging á nýjum grunni. Það gerist ekki á trúverðugan hátt nema Alþingi hafi fengið nýtt umboð frá kjósendum, frá almenningi í landinu. Þess vegna tel ég það skyldu ríkisstjórnar og Alþingis að boða til kosninga svo fljótt sem verða má, eins og þessi tillaga gerir ráð fyrir, og hér sitji ríkisstjórn í endurnýjuðu umboði. Þetta snýst um traust og þetta snýst um trúnað. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur hann ekki. Ég segi því já við þessari tillögu, herra forseti.