136. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2008.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008.

180. mál
[11:24]
Horfa

Flm. (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Til að svara hv. þingmanni og þakka fyrir viðbrögð þingmannsins við þessu frumvarpi vil ég staðfesta það að eins og fram kemur mjög rækilega í frumvarpinu þá hafa þeir sem rannsaka þetta mál á grundvelli frumvarpsins sem hér er til meðferðar aðgang að því að kalla þá til sem sannanlega er talin ástæða til að veiti upplýsingar. Nefndin hefur mjög ríkar heimildir til að kalla einstaklinga til yfirheyrslu og skýrslugjafar. Það eru því engin skjól sköpuð með þessu frumvarpi þannig að hægt sé að smeygja sér undan þeirri ábyrgð að gefa upplýsingar.