136. löggjafarþing — 44. fundur,  5. des. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

161. mál
[14:37]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka fram til viðbótar orðum hæstv. forseta hér að hæstv. utanríkisráðherra er erlendis í embættiserindum og er væntanlega á leiðinni heim í þessum töluðu orðum, þannig að hér hefur, eins og forseti segir, hæstv. iðnaðarráðherra verið meira og minna alla umræðuna og fylgst með henni og tekið þátt í henni.