136. löggjafarþing — 68. fundur,  22. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[19:24]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér kemur til lokaafgreiðslu frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2009. Þetta verða mjög sérstök lög ef þau verða samþykkt. Mörg atriði eru óljós, skuldbindingar sem enn eru í lausu lofti skipta hundruðum milljarða króna og enginn veit hvar þær lenda. Samt er þetta mesti niðurskurður sem átt hefur sér stað í fjárlögum á lýðveldistímanum.

Við þingmenn Vinstri grænna höfum lagt til að þessu frumvarpi verði frestað, það unnið betur í upphafi næsta árs og greiðsluheimild samþykkt. Við munum í atkvæðagreiðslu vísa á meiri hlutann varðandi ábyrgð á einstaka greinum. Að sjálfsögðu eru atriði innan frumvarpsins og í einstökum liðum þess sem við gætum vel stutt (Forseti hringir.) en frumvarpið í heild sinni er á ábyrgð ríkisstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.