136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

gjaldþrotaskipti o.fl.

281. mál
[13:46]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hæstv. forsætisráðherra minntist á það í gærkvöldi að mjög mikilvægt væri að menn ynnu hratt og vel að málum. Við ræðum hér eitt af þeim málum sem þarf að vinna hratt og vel og mig langar að spyrja hv. þm. Mörð Árnason til hvers þessi sögulega upprifjun hafi verið — það hefði mátt skrifa um þetta grein í sagnfræðirit — og hvort þetta flýti eitthvað málinu, hvort þessi ræða hjálpi fjölskyldum á Íslandi sem eru í miklum vanda og þurfa að fá bráða lausn mála.

Ég vil einnig spyrja hv. þingmann hvort hann meti ekki þau frumvörp sem samflokksmaður hans, hv. þm. Lúðvík Bergvinsson, hefur flutt trekk í trekk um ábyrgðarmenn sem er mjög ámóta frumvarp og ég hef verið flutningsmaður að.