136. löggjafarþing — 82. fundur,  17. feb. 2009.

stjórnarskipunarlög.

286. mál
[16:58]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég mundi vilja umorða spurningu mína. Ég geri mér grein fyrir að hv. þm. Helga Sigrún Harðardóttir mun taka afstöðu til einstakra mála frá ríkisstjórninni eftir því sem þau koma fram og eftir því sem hún metur rétt en þá vil ég spyrja almennt: Telur hv. þingmaður einhvern tilgang í því að samþykkja þrjár efnislegar breytingar á stjórnarskránni nú fyrir vorið ef ætlunin er að efna til stjórnlagaþings þegar í sumar?