136. löggjafarþing — 89. fundur,  26. feb. 2009.

staða námsmanna.

[10:48]
Horfa

menntamálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það að vinna þarf hratt og við leggjum áherslu á að þessir hópar skili af sér sem fyrst, helst innan tveggja vikna eða svo. Eins og ég segi eru allir möguleikar undir, m.a. þeir að framboð á námi verði aukið. Þá þarf auðvitað líka að huga að stöðu lánasjóðsins sem hingað til hefur reiknað framfærslugrunn sinn út frá því að námsmenn hafi sjálfsaflafé. Þá þarf væntanlega að fara sérstaklega ofan í það mál því að eins og við vitum sem hér sitjum er staða hans ekki sterk eftir að gengið var á eigið fé hans um heilan milljarð í síðustu fjárlögum. Það er alveg ljóst að þessi úrlausnarefni eru mjög brýn og það verða engar auðveldar lausnir á þeim.