136. löggjafarþing — 94. fundur,  4. mars 2009.

kosningar til Alþingis.

368. mál
[18:21]
Horfa

Geir H. Haarde (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég sé ekki að þetta atriði skipti máli. Ég tel hins vegar að ef slík breyting yrði gerð, segjum sem svo að gerð yrði sú breyting, sem hv. þingmaður er að tala um, að vægi svona útstrikana t.d. og númeraraðar yrði breytt og það aukið, þá tel ég að slík breyting sé þess eðlis að hún þyrfti miklu meiri fyrirvara og miklu meiri undirbúning en verið er að tala um hér í dag, um þessar sjö vikur.