136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

opinber hlutafélög.

[10:52]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Ráðherraræðið hefur mikið verið gagnrýnt í mótmælum undanfarinna daga og mánaða og að vald framkvæmdarvaldsins sé of mikið. Hér kemur hæstv. ráðherra og hann ætlar að fara að túlka lög sem eru mjög afdráttarlaus, það stendur hvergi í lögunum að fyrirtæki sem ríkið eignast tímabundið séu undanskilin lögunum. Og ég vil benda á það að ef bankarnir, þessir þrír nýju, eru opinber hlutafélög eru allir aðalfundir ógildir sem hafa verið haldnir og stjórnirnar ógildar og allar ráðstafanir þeirra ógildar. Er nú ekki ráð að fara að taka á þessu?