136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[22:17]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil breyta aðeins nálgun minni og óska eftir að hæstv. utanríkisráðherra verði hleypt í ræðu sem fyrst á dagskránni svo hann geti beðist afsökunar á þeim rangfærslum sem er að finna í bloggi hans. Ég rakti áðan hvernig staðan er á þeim frumvörpum sem hann vísar til í bloggi sínu og skýringin kemur skýrt fram þegar við horfum á stöðu mála í þinginu að umræður sjálfstæðismanna um stjórnarskrármál hafa ekki tafið fyrir þeim málum sem hann vísar til, ekki neitt. Í þessum skrifum stendur því ekki steinn yfir steini, þau eru ósannindi og hæstv. utanríkisráðherra hefur hér tækifæri til þess að biðjast afsökunar á því að fara með rangt mál.