136. löggjafarþing — 101. fundur,  12. mars 2009.

leikskólar og grunnskólar.

390. mál
[15:25]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég spyr hv. þm. Einar Má Sigurðarson hvort það sé rétt skilið hjá mér að ef þetta frumvarp verður að lögum fái það foreldri sem ekki fer með forsjá barns munnlegar upplýsingar frá leikskólum og grunnskólum en ekki aðgang að bréflegum gögnum eða ljósritum af þeim. Er þetta réttur skilningur hjá mér?