136. löggjafarþing — 104. fundur,  16. mars 2009.

yfirfærsla lána milli gömlu og nýju bankanna.

[15:24]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Guðjóni A. Kristjánssyni um nauðsyn þess að hér gildi almennar og gagnsæjar reglur um þessi mál. En ég endurtek það sem ég sagði áðan að niðurfærsla lána, þ.e. þegar þau eru ekki metin á fullu verði við að færa þau frá í þessu tilfelli gömlu bönkunum til nýju bankanna, er allt annað en afskrift gagnvart kröfuhafa. Það gilda allt aðrar reglur um það hvenær banki hverfur frá því að innheimta einhverja kröfu en þær reglur verða auðvitað líka að vera almennar og gagnsæjar.