136. löggjafarþing — 112. fundur,  24. mars 2009.

afgreiðsla þingmála o.fl.

[14:18]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Álfheiður Ingadóttir var með orð sem eru ekki við hæfi og ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. Ég hvet núna, virðulegi forseti, bæði forseta og þennan meiri hluta, minni hluta öllu heldur, á bak við þessa ríkisstjórn til að halla sér aftur og hugsa hvernig þessir ágætu þingmenn létu þegar þeir voru sjálfir í stjórnarandstöðu. (Gripið fram í: Er það …?)

Virðulegi forseti. Ég held að það væri mjög skynsamlegt ef …

(Forseti (GuðbH): Ég bið hv. þingmenn að gefa hljóð í salnum svo menn geti lokið máli sínu.)

Virðulegi forseti. Ég held að það væri mjög skynsamlegt ef forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar og forseti mundu setjast niður með stjórnarandstöðunni og taka út þau mál sem virkilega skipta máli og reyna að klára þingstörf, gera þetta almennilega. (Gripið fram í.) Það stendur ekki á okkur sjálfstæðismönnum. Við höfum hvað eftir annað lýst yfir vilja okkar til að hjálpa til með að nauðsynjamál fari í gegnum þingið. (Forseti hringir.) Af hverju gera menn það ekki í staðinn fyrir að standa (Forseti hringir.) að þessum eilífa kjánaskap sem er uppi núna?