136. löggjafarþing — 112. fundur,  24. mars 2009.

breyting á ýmsum lögum vegna færslu eftirlits með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.

420. mál
[17:23]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mér finnst hv. þingmaður gera býsna lítið úr því að hæstv. umhverfisráðherra er líka þingmaður á löggjafarþinginu og fer auk þess með þennan málaflokk. Það hefur komið fram í umræðunni að þetta er hluti af stærra máli sem ég trúi að hæstv. umhverfisráðherra sé einmitt að vinna að þessa dagana. Mér finnst fullkomlega eðlilegt að hæstv. umhverfisráðherra láti svo lítið að hlýða á umræður sem eiga sér stað um málið.

Við erum í löggjafarþinginu og umhverfisráðherra er hluti af því (Gripið fram í.) og tekur eðlilega þátt í þeirri umræðu sem fjallar um málasvið hennar, að sjálfsögðu. Því ekki? Það að hv. þm. Katrín Júlíusdóttir líti á það sem einhverja vanvirðu við þingið að fá ráðherra hingað (Forseti hringir.) til að ræða málin finnst mér mjög (Forseti hringir.) óeðlileg afstaða hjá hv. þingmanni.

(Forseti (KHG): Forseti hyggst fresta þessari umræðu og vill gjarnan að mál komist áfram á þinginu og að meiri tími fari í að ræða málin og minni tími í að ræða fundarstjórn forseta. Ef ekki eru athugasemdir við það mun forseti fresta umræðu um 11. dagskrármálið í stutta stund.)