136. löggjafarþing — 112. fundur,  25. mars 2009.

skaðabótalög.

438. mál
[01:40]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég ákvað að koma hér upp til þess að ræða um fundarstjórn forseta. Þau orð sem féllu hér af vörum hv. þm. Árna Páls Árnasonar, um að það væri Sjálfstæðisflokknum að kenna að hér væri verið að ræða alvarleg mál að nóttu til — það er nú einu sinni þannig að það er hæstv. forseti sem raðar hér upp dagskrá og það er hans að ákveða hvernig við höldum hér á málum fram eftir nóttu.

Ég frábið mér að hér sé endurtekið verið að tala um að við sjálfstæðismenn megum ekki ræða þau mál sem eru á dagskrá. Það er með fullkomnum ólíkindum hvernig hv. þm. Árni Páll Árnason og hv. þm. Álfheiður Ingadóttir, sem þó bað afsökunar á orðum sínum hér í dag, (Gripið fram í.) leyfa sér að tala niður (Forseti hringir.) til þingmanna sem ræða mál málefnalega. (Forseti hringir.) Ég skora á hv. þingmann að fara yfir þær umræður því að hann hefur ekki sést hér í salnum í dag, það er víst ábyggilegt.