136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

umræða um utanríkismál.

[16:01]
Horfa

Jón Magnússon (S):

Virðulegi forseti. Það var verið að ræða hér um samþykkt sem gerð var á Alþingi fyrir sextíu árum. Ef ætti að minnast þeirrar samþykktar væri eðlilegt að það væri gert á Alþingi. (Gripið fram í: Um fundarstjórn forseta?)

En það er eitt sem hæstv. fjármálaráðherra kom inn á og blandaði saman og mér finnst dálítið sérkennilegt að maður sem hefur lagt sig í líma við að kynna sér utanríkismál jafn vel og hæstv. fjármálaráðherra skuli rugla stöðugt saman Atlantshafsbandalaginu og átökunum í Írak.

Honum til upplýsingar skal þess getið að Atlantshafsbandalagið hefur ekkert að gera með þá innrás sem gerð var í Írak á sínum tíma. Það er bara allt annað mál. (Gripið fram í.) Það sem við erum að tala um hér — ég var að svara hæstv. fjármálaráðherra, ágætu þingmenn Samfylkingarinnar, með sama hætti og þið rædduð áðan. Þannig að þessi vankunnátta hæstv. fjármálaráðherra í utanríkismálum kemur mér satt að segja á óvart. Manninum sem hefur (Forseti hringir.) látið hvað hæst og látið sem mest fara frá sér af illyrðum (Forseti hringir.) í garð Atlantshafsbandalagsins.