136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[19:30]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er allt rétt, sem hv. þingmaður segir, að fjallað er um þetta í lögum um stjórn fiskveiða. Ég hef engar athugasemdir við þá grein í sjálfu sér. Ég vek bara athygli á því að það er mikilvægt að menn hafi réttan skilning á því sem þar segir.

Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja hvað hv. þingmaður telur að muni breytast ef við lögfestum 1. gr. frumvarpsins. Hvað er það nákvæmlega sem breytist í réttarstöðu á Íslandi við að lögfesta 1. gr. frumvarpsins? Hvers vegna verður hv. þingmanni svo tíðrætt um þá sem nýta auðlindina, útgerðarmenn? Hvað er það í réttarstöðu þeirra sem til stendur að breyta með 1. gr. frumvarpsins? (GMJ: Þetta eru sérákvæði útvalinna manna.) Ég kalla eftir svörum við þessu frá hv. þingmanni.