136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:14]
Horfa

Jón Magnússon (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með þeim þingmönnum sem hér hafa talað, hv. þm. Ólöfu Nordal og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, um að það sé eðlilegt að flutningsmenn þessa frumvarps séu viðstaddir. Það er eiginlega lágmarkskurteisi við þingið, þjóðina og stjórnarskrána að flutningsmenn breytinga á stjórnarskipunarlögum séu viðstaddir umræðu, a.m.k. meðan nefndarmenn í sérnefnd um stjórnarskrármál tjá sig um málið og gera grein fyrir því hvaða sjónarmið og atriði komu upp við vinnslu þess. Annað finnst mér algjör óhæfa. Ég fer fram á það við virðulegan forseta að hann geri ráðstafanir til að þessir einstaklingar verði kallaðir hingað til, flutningsmenn frumvarpsins.

Því hefur verið haldið fram af hv. þm. Sturlu Böðvarssyni að meirihlutaálitið hefði verið tekið út þó að hv. þm. Guðjón Arnar Kristjánsson hefði við það athugasemdir. Ég get staðfest að þannig var það. Það kom fram í nefndinni. Það væri eðlilegt að hann væri hér viðstaddur til að gera grein fyrir þeim (Forseti hringir.) sjónarmiðum og athugasemdum sem hann kom fram með og (Forseti hringir.) hvaða athugasemdir hann hefur við þau ákvæði sem koma fram í (Forseti hringir.) breytingartillögum meiri hluta nefndarinnar.