136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:42]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Maður gæti haldið að þingmenn Sjálfstæðisflokksins væru algjörir byrjendur á þingi. (Gripið fram í: Nú? …) Ég hef setið á þingi undanfarin ár og ég hef ekki kvartað undan því að taka hér umræðu þó að þær stæðu fram á nótt. Ég vil vekja athygli á því sem hv. þingmenn gera sér grein fyrir, að málið er í höndum þingsins. (Gripið fram í.) Við erum hér með … (Gripið fram í.) Hv. þm. Valgerður Sverrisdóttir, sem er formaður nefndarinnar sem flytur málið … (Gripið fram í.) Ég hef ekki heyrt neinn kvarta undan því sem hún hefur sagt eða getur ekki leyst úr. (Gripið fram í.)

Hér er einnig hv. þm. Atli Gíslason sem ég veit að fylgist með í hliðarsal (Gripið fram í.) þannig að hv. þingmönnum er engin vorkunn að halda áfram þessari ágætu umræðu. Þeir vilja koma miklu að, sem er eðlilegt, og þá eiga þeir að gera en ekki að vera að tefja hér þingið með (Forseti hringir.) svona málþófi eins og þeir hafa hér uppi. Við erum með (Forseti hringir.) nefndarmenn sem svara til málsins þannig að ég skora á hv. þingmenn (Forseti hringir.) Sjálfstæðisflokksins, herra forseti, að nýta málfrelsið (Forseti hringir.) og halda sínar ræður um málið. (Gripið fram í.) Já, forseti stýrir fundi af mikilli röggsemi og … (Forseti hringir.)