136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[17:24]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tel að mun mikilvægara sé að hæstv. fjármálaráðherra komi í þingsalinn og taki þátt í umræðu um eigið frumvarp, sem er frumvarp til laga um breytingar á stjórnarskrá Íslands, en að hann taki þátt í sjónvarpsþætti. (Gripið fram í.) Ég mundi telja það, kannski öfugt við hv. þm. Álfheiði Ingadóttur, að stjórnarskrá Íslands hafi meira vægi í þjóðskipulagi okkar en einhver sjónvarpsþáttur. (Gripið fram í.)

Mér finnst það vera skýr krafa hæstv. forseta að ef hæstv. fjármálaráðherra ætlar ekki að sýna stjórnarskránni og þinginu þá virðingu að vera hér við umræðu um sitt eigið mál þá hljóti hæstv. forseti að slíta fundinum og fresta umræðunni.

Ef þessi sjónvarpsþáttur er svona mikilvægur mundi ég halda að við þingmenn ættum að eiga kost á því að fylgjast með honum, ef hann varðar einhverja þjóðarhagsmuni.