136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

fundur í umhverfisnefnd -- frumvarp um stjórnarskipunarlög -- röð mála á dagskrá.

[10:34]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Hér er enn á dagskrá frumvarp um stjórnarskipunarlög, nefndarálit frá sérnefnd um stjórnarskrármál. Ég hef hlýtt á mestalla umræðuna sem hingað til hefur farið fram við 2. umr. og hún hefur að sönnu verið mjög upplýsandi og ég vil minna hv. þingmenn á að það er óþarfi að sitja hér í þingsal, maður getur sem betur fer hlýtt á ræður þingmanna þó að maður sé annars staðar.

Ég renndi aðeins yfir ræðulistann sem hér liggur frammi. Í 1. og 2. umr. höfum við rætt stjórnarskipunarlögin í 23 klukkustundir samtals og eigum annað eins eftir sýnist mér, þannig að það er kannski eins gott að fara að koma sér að verki.