136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

dagskrá næsta fundar.

[12:48]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Herra forseti. Ég kem hér upp til að gera grein fyrir því að ég styð auðvitað þá tillögu sem við greiðum hér atkvæði um vegna þess að hún gengur út á að til umræðu á Alþingi verði tekin fyrir mál sem varða heimilin og fyrirtækin í landinu. Mér finnst sorglegt að sjá að stjórnarliðar og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar skuli greiða atkvæði gegn því að við tökum til umræðu á Alþingi mál eins og fjárfestingarsamninginn í Helguvík sem mun tryggja hugsanlega 3.000–4.000 störf í landinu og vilji frekar ræða áfram um stjórnarskrána sem hvorki mun taka á skuldastöðu heimilanna, greiðsluvanda þeirra né byggja upp atvinnulífið í landinu. Ég lýsi furðu minni á þessari afstöðu (Forseti hringir.) stjórnarflokkanna.