136. löggjafarþing — 130. fundur,  8. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:40]
Horfa

Ásta Möller (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil bara að það komi fram að ég og þingflokkur sjálfstæðismanna berum fullt traust til forseta, bæði hvernig hann raðar á mælendaskrá og hvernig hann stýrir fundi. Sú orðræða sem fór hér fram og þau orð sem féllu í garð hæstv. forseta og hv. þm. Kristins H. Gunnarssonar úr munni hv. þingmanns Marðar Árnasonar voru algerlega ómakleg. Forseti stýrir fundi eins og honum þykir heppilegast og sanngjarnast á hverjum tíma og ég ber fullt traust til hans.