136. löggjafarþing — 133. fundur,  16. apr. 2009.

sjúkraskrár.

170. mál
[15:41]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hér hafa mikil tíðindi verið sögð og af því tilefni var lögð fram spurning fyrir hæstv. forseta um það hvernig hann hygðist haga þinghaldi. Það er tillaga mín, eins og kom fram í upphafi umræðunnar, að við tökum nú fyrir 8. mál á dagskrá, heimild um samninga um álver í Helguvík og ég hvet hæstv. forseta eindregið til að taka það mál á dagskrá. Ég er sannfærð um að það er hægt að afgreiða það fljótt og vel og það skiptir gífurlega miklu máli. Í því felst að það er hægt að skapa fjölda starfa, þúsundir starfa. Ætlar hæstv. forseti að koma í veg fyrir að það geti gerst? Málið er á dagskrá og það er mér fullkomlega óskiljanlegt (Forseti hringir.) af hverju hæstv. forseti tekur það ekki á dagskrá núna.