136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[13:24]
Horfa

Frsm. minni hluta stjórnarskrárn. s. (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla nú ekki að ræða bókmenntasmekk hv. þingmanns. Hér áður í umræðunni hefur hann vitnað í góða dátann Svejk og nú talar hann um Gosa.

Ég er ekki sérfræðingur í þessum bókmenntum og ætla ekki að taka þátt í umræðum um bókmenntasmekk þingmannsins. En ástæðan fyrir því að tillagan breyttist er auðvitað sú að hún var lögð fram til umræðu í nefndinni en lögð fram í endanlegri gerð hér. Það er náttúrlega sjálfsögð virðing við þá sem koma fram með sáttatillögur að þeir séu reiðubúnir til að laga þær að þeim sjónarmiðum sem koma fram ef það eru yfirleitt gerðar tilraunir til sátta. En þær hafa aldrei verið gerðar í þessari nefnd.

Ef hv. þingmaður er að saka mig um að hafa sýnt fráfarandi og forvera hans í formennsku í þessari nefnd einhverja óvirðingu þá voru málefnaleg rök fyrir öllum mínum skoðunum í því efni. Ef viðkvæmni hv. þingmanns er svo mikil að hann áttar sig ekki á því þá skal hann bara halda áfram að lesa Gosa.