137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[10:41]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að þessi ræða átti ekki alveg við fundarstjórn forseta enda tel ég að það sé lítið við hana að athuga og farið að þingsköpum. (Gripið fram í.) Getur forseti fengið hljóð? Forseti mun athuga hvar ráðherrar eru staddir og sjá til þess að þeir komi og verði viðstaddir umræðuna.

Forseti telur enga ástæðu til að ræða fundarstjórn forseta. Hér er mælendaskrá.