137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:27]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er sorglegt að verða vitni að þeirri gamaldags hjólfarapólitík sem hér er iðkuð í sölum Alþingis. Hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vill sækja um aðild að Evrópusambandinu en hefur nú fundið leið til að vera á móti ályktun þess efnis. (Gripið fram í.) Nú er lagt til í ályktun sem (Gripið fram í.) samin var í flýti í gærkvöldi (Gripið fram í: Nei, nei, nei ...) að því er virðist ... (Gripið fram í: Ha!) Ekkert heyrðist af henni fyrr en í gærkvöldi, virðulegur forseti, þegar (Gripið fram í.) þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins koma saman á skyndifundi, búnir að finna sér leið til að komast hjá því að samþykkja þá ályktun sem þeir eru efnislega sammála. (Gripið fram í.) Þetta er afar merkilegur málflutningur sem hér fer fram.

Hvað á að gera? Það á að undirbúa mögulega umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Hér er tillaga Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Það á að setja saman greinargerð og vera að því til 31. ágúst 2009, (Gripið fram í.) að vera að því til 31. ágúst að setja saman greinargerð, virðulegi forseti. (Gripið fram í: Í síðasta lagi.) „Málið er ekki á dagskrá.“ Þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn sagt síðan 1995. Þetta er hægagangur sem við erum að verða vitni að hérna, sem verið er að leggja til, sem minnir um margt á ráðuneyti sjálfstæðismanna í síðustu ríkisstjórn (Gripið fram í.) sem þeir sátu í.